Bókanir og tillögur

Tryggjum þjónustu við íbúa bæjarins

Samfylking Seltirninga leggur áherslu á að Seltjarnarnesbær gangi til samninga við ríkið um að taka yfir þjónustu við íbúa á Bjargi á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólk nr. 38/2018 sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Þar er skýrt kveðið á um að fatlaðir eigi rétt á þjónustu þar sem hver kýs að búa og á lögheimili. Við teljum einsýnt að ráðuneyti munu telja Seltjarnarnes bera skyldu til að sjá um þjónustu íbúa Bjargs enda eru þeir með lögheimili á Seltjarnarnesi. Það er því betra að vinna málið í samvinnu frekar en að lenda í lagadeilum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þessa íbúa okkar góða sveitafélags.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Þorleifur Örn Gunnarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga