Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi harmar hvernig staðið hefur verið að málum íbúa Bjargs af bæjarstjóra og meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Það er okkar mat að afstaða meirihlutans endurspegli ekki afstöðu íbúa Seltjarnarness, enda hafa margir kommentað á þetta mál á íbúasíðu Seltjarnarness svo og í samtölum við okkur.
Við berum lagalega skyldu til að sinna þjónustu við þennan hóp íbúa okkar, þar að auki er Seltjarnarnes stöndugt sveitafélag sem er í lófa lagið að leysa málið farsællega. Sú lausn er reyndar til staðar og hefur verið sett fram af Velferðarráðuneytinu og myndi gera íbúum Bjargs kleift að búa þar áfram í öruggum aðstæðum.
Við teljum að allt þetta mál sé til þess fallið að valda íbúm Bjargs, miklu álagi og angist – það vill enginn vera í óvissu um framtíð sína.
Við teljum einnig mjög alvarlegt að þetta mál sé komið á borð Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis sem vanræksla bæjarins okkar í að uppfylla skyldur sínar.