Bókanir og tillögur

Skortur á framtíðarsýn og nauðsynlegum framkvæmdum

Bókun vegna þriggja ára áætlunar Seltjarnarnesbæjar

Minnihlutinn hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins sé ítarleg og endurspegli framtíðarsýn og áherslur Seltjarnarnesbæjar um þjónustu og uppbyggingu.

Með þeirri þriggja ára fjárhagsáætlun sem hér liggur fyrir er engin tilraun gerð til að leggja mat á þarfir og þróun samfélagsins til næstu ára. Samkvæmt áætluninni á ekki að fjárfesta í eftirtöldum atriðum á kjörtímabilinu:
– Bætingu á umferðaröryggi
– Ferðamálastefnu og aðgerðum sem henni munu fylgja
– Bætingu almenningssamgangna, göngu- og hjólastíga
– Landvarsla á Vestursvæðunum
– Fjarlægja safnhauga á Vestursvæðum

Þetta eru aðeins þau atriðin úr Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem ekki hafa náð inn á fjárhagsáætlun kjörtímabilsins.

Við í minnihlutanum vildum að auki sjá:
– Endurbætur og endurnýjun á aðbúnaði í Grunnskóla Seltjarnarness
– Fjölgun á félagslegum íbúðum
– Endurbætur á félagsaðstöðu aldraðra
– Endurbætur á félagsheimilinu
– Að koma upp mælum á affall skólps sem rennur í fjörurnar á Seltjarnarnesi svo hægt séð upplýsa bæjarbúa um hvenær sjór er mengaður og hvenær fjörurnar eru örugg útivistarsvæði

Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga
Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar og Neslista
Sigurþóra Bergsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga