Bókanir og tillögur

Samkomulag Þyrpingar og Seltjarnarnesbæjar

Posted on

 

Boðað var til aukafundar í bæjarstjórn  þann 30 ágúst. sl. þar sem lagt var fram samkomulag Þyrpingar ehf og Seltjarnarnesbæjar.

Fulltrúar Neslista og Samfylkingar í bæjarstjórn lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Með því samkomulagi á milli Þyrpingar ehf og Seltjarnarneskaupstaðar sem hér er lagt fram er tilgangurinn að leysa úr alvarlegum ágreiningi sem verið hefur á milli þessara aðila vegna skipulagsmála á Bygggarðareitnum og haft mikinn kostnað í för með sér fyrir bæjarfélagið. Það er jákvætt að úr honum sé leyst svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlega uppbyggingu svæðisins. Allt það mál er áminning um mikilvægi þess að undirbúa vel í opnu ferli ákvarðanir í skipulagsmálum. Við teljum að skipulags- og mannvirkjanefnd hefði, auk fjárhags- og launanefndar, átt að yfirfara þetta samkomulag með tilliti til inntaks hans.
En tryggja verður að deiliskipulag svæðisins sé unnið á forsendum hagsmuna bæjarins og í sátt við íbúa.“

Árni Einarsson Margrét Lind Ólafsdótti

Bókanir og tillögur

Ófremdarástand í fráveitumálum á Seltjarnarnesi

Posted on

Á fundi bæjarstjórnar  þann 24. ágúst sl. var lögð fram fundargerðir Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis en þar kemur fram að fráveitumál Seltjarnarnesbæjar eru ekki í góðum farvegi og engan veginn sinn sem skildi. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:

„Ljóst er samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis að ófremdarástand ríkir í fráveitumálum á Seltjarnarnesi og viðhaldi og uppbyggingu hefur ekki verið sinnt sem skyldi árum saman sem gerir það að verkum að brýnna úrlausna er þörf. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að láta vinna verkáætlun varðandi verkþætti sem lúta að úrlausn fráveitumála, kostnaðaráætlun, tímasetningar og framkvæmdaráætlun svo hægt sé að átta sig á umfangi og framgangi verksins.“
Margrét Lind Ólafsdóttir

Bókanir og tillögur

Fyrirspurn vegna meðferðar á persónuupplýsingum starfsmanna

Posted on

Í tvígang hefur Seltjarnarnesbær gerst brotlegur við lög um persónuvernd. Á bæjarstjórnarfundi jþann 23. mars sl. lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingar og Neslista fram eftirfarandi fyrirspurn:

,,Seltjarnarnesbær hefur nú í tvígang á stuttum tíma gerst brotlegur við lög um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga. Í bæði skiptin er um að ræða brot gagnvart starfsmönnum bæjarins. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Neslistans líta þessi brot alvarlegum augum og kemur í opna skjöldu hversu vinnureglur í þessum efnum virðast á reiki í stjórnsýslu bæjarins og þekking stjórnenda á meðferð persónuupplýsinga af svo skornum skammti sem raun ber vitni. Ljóst er að í báðum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir brotin ef slík þekking hefði verið til staðar.

Af þessu tilefni spyrjum við bæjarstjóra hvort settar hafi verið starfsreglur um notkun tölvupósts, eftirlit og rafræna vöktun á notkun starfsmanna á tölvukerfum bæjarins? Jafnframt spyrjum við hvort starfsmenn og stjórnendur hafi fengið fræðslu um meðferð persónuupplýsinga, lög og reglur sem um slíkt gilda?

Við óskum eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir svörum við fyrirspurnum okkar á næsta bæjarstjórnarfundi og um leið til hvaða fyrirbyggjandi aðgerða hún mun grípa til að tryggja að slík brot endurtaki sig ekki.”

Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslistans

Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Bókanir og tillögur

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 samþykkt

Posted on

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar þann 6. desember var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Samstarf var milli allra bæjarfulltrúa og samráð við forsvarsmenn bæjarins um gerð fjárhagsáætlunarinnar.  Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tók þátt í þessu samstarfi með það að leiðarljósi að standa beri vörð um þjónustu við bæjarbúa og sérstaklega barnafjölskyldur, eldri borgara og þá sem þurfa á félagslegri aðstoð að halda.  Að þjónustugjöld ættu ekki að hækka umfram verðlagsþróun.

Samtímis er það skylda bæjarstjórnar að sýna ábyrgð í rekstri og leggja fram hallalausa fjárhagsáætlun.  Útsvar mun hækka í 12.98% og er það sannarlega ekkert ánægjuefni að greiða atkvæði með skattahækkunum á íbúa.  En valkostirnir eru ekki margir þegar samdráttur hefur orðið mikill í tekjum bæjarfélagsins, mikið hefur nú þegar verið sparað og þjónustugjöld hækkuð töluvert fyrir ári síðan.

Bæjarfulltrúi Samfylkingar Margrét Lind Ólafsdóttir  lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðsluna:

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 liggur nú fyrir,  en hún var gerð við erfiðar aðstæður. Minnkandi tekjur bæjarins og taprekstur sl. þrjú ár hafa gert það að verkum að endurskoða hefur þurft ýmsa þætti þjónustunnar og leita leiða til sparnaðar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tók þátt í samstarfi við gerð fjárhagsáætlunar af heilum hug og styður þá niðurstöðu sem hér liggur fyrir.  Hækkun útsvars er óhjákvæmileg,  en um leið sanngjörn og ábyrg leið til að mæta samdrætti í tekjum. Hækkun þjónustugjalda umfram verðlagshækkanir eða frekari skerðing á þjónustu  myndi fyrst og fremst bitna á barnafjölskyldum,  en það er ekki réttlætanlegt við núverandi aðstæður í samfélaginu.  Þjónustugjöld á Seltjarnarnesi eru nú þegar með þeim hæstu í samanburði við önnur sveitarfélög.

Samfylkingin leggur áherslu á að ítrasta sparnaðar verði gætt í rekstri bæjarfélagsins og að íbúar Seltjarnarness verði upplýstir tímanlega um allar þær breytingar sem koma til framkvæmda á næsta ári.

Bókanir og tillögur

Bókun Samfylkingarinnar vegna fjárhagsáætlunar 2011

Posted on

Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var lögð fram og fyrir árið 2011. Bæjarfulltúi Samfylkingarinnar samþykkti áætlunina, en lagði fram eftirfarandi bókun:
„Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 liggur nú fyrir, en hún var gerð við erfiðar aðstæður. Minnkandi tekjur bæjarins og taprekstur í þrjú ár hafa gert það að verkum að endurskoða hefur þurft ýmsa þætti þjónustunnar og leita leiða til sparnaðar.
,,Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tók þátt í samstarfi við gerð fjárhagsáætlunar af heilum hug og styður þá niðurstöðu sem hér liggur fyrir. Hækkun útsvars er óhjákvæmileg, en um leið sanngjörn og ábyrg leið til að mæta samdrætti í tekjum. Hækkun þjónustugjalda umfram verðlagshækkanir eða frekari skerðing á þjónustu myndi fyrst og fremst bitna á barnafjölskyldum, en það er ekki réttlætanlegt við núverandi aðstæður í samfélaginu. Þjónustugjöld á Seltjarnarnesi eru nú þegar með þeim hæstu í samanburði við önnur sveitarfélög.

Samfylkingin leggur áherslu á að ítrasta sparnaðar verði gætt í rekstri bæjarfélagsins og að íbúar Seltjarnarness verði upplýstir tímanlega um allar þær breytingar sem koma til framkvæmda á næsta ári.“

Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
sign