Bókanir og tillögur

Samfylking Seltirninga leggst gegn sölu á Lækningaminjasafninu

Posted on

Bókun Samfylkingar Seltirninga sölu á Lækningaminjasafninu Samfylkingin Seltirninga ítrekar fyrri bókun og afstöðu varðandi sölu á Lækningaminjasafninu. Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins. Við leggjumst gegn því að húseignin verði seld til þriðja aðila. Það er okkar skoðun að bærinn eigi að eiga húsið og leigja undir skilyrtan rekstur. […]

Bókanir og tillögur

Tryggjum þjónustu við íbúa bæjarins

Posted on

Samfylking Seltirninga leggur áherslu á að Seltjarnarnesbær gangi til samninga við ríkið um að taka yfir þjónustu við íbúa á Bjargi á grundvelli laga um málefni fatlaðs fólk nr. 38/2018 sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Þar er skýrt kveðið á um að fatlaðir eigi rétt á þjónustu þar sem hver kýs að búa og á […]

Bókanir og tillögur

Bæjarstjórn staðfestir 40% hækkun á launum bæjarstjóra

Posted on

Bæjarfulltrúar Samfylkingar Seltirninga lögðu fram á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar að laun bæjarstjóra yrðu aftengd úrskurðum kjararáðs og reiknuð út með sömu aðferð og laun bæjarfulltrúa. Bæjarfulltrúar aftengdu laun sín frá úrskurðum kjararáðs eftir að ráðið ætlaði að hækka laun þeirra um tæp 40 prósent haustið 2016. Bæjarstjóri fékk þó alla hækkunina í gegn enda […]

Bókanir og tillögur

Bókun Samfylkingar vegna kaupa á Ráðagerði

Posted on

Undirritaður telur ekki tímabært að bærinn kaupi Ráðagerði þar sem bærinn er nú þegar búinn að margfalda skuldir sínar og stendur í fjölmörgum framkvæmdum. Bærinn er með forkaupsrétt á húsnæðinu í þinglýstum kaupsamningi sem heldur þrátt fyrir að húsið gangi kaupum og sölum. Bærinn getur því keypt húsnæðið þegar fjárhagsstaðan er betri og fyrst og […]

Bókanir og tillögur

Hafna afgreiðslu á umsókn um stöðuleyfi/gámaleyfi

Posted on

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og allir bæjarfulltrúar höfnuðu umsókn frá þjónustumiðstöð Seltjarnarness um stöðuleyfi eða gámaleyfi á athafnasvæði þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og bókuðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eftirfarandi: Fulltrúar Samfylkingar Seltirninga hafna afgreiðslu 10. liðar, 70. fundargerðar Skipulags- og umferðarnefndar og furðum við okkur á þeim vinnubrögðum sem unnið hefur verið eftir í máli 2018020011, umsókn um stöðuleyfi á athafnasvæði. […]