Fundargerð

Aðalfundur 2020

Aðalfundur félagsins haldinn í bókasafni Valhúsaskóla 25. febrúar 2020 var settur kl. 19.35. Gengið var til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum félagsins. Gestur fundarins var Logi Einarsson form. Samfylkingar-innar.

Fundarstjóri var kjörinn Guðmundur Ari Sigurjónsson,

Fundarritari Stefán Bergmann.

Reikningar. Gjaldkeri félagsins Magnús Dalberg lagði fram og kynnti reikninga félagsins. Aðal tekjustofn þess er framlag bæjarstjórnar til félagsins. Reikningar voru samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar. Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir.

Skýrsla stjórnar. Formaður félagsins Sigurþóra Bergsdóttir flutti skýrslu stjórnar. Hún rakti gang mála síðastliðið ár í bæjarfélaginu og starf félagsins. Framundan eru stór verkefni á vegum Seltjarnarnesbæjar í kjölfar úttektar á stjórnsýslu, rekstri og hag bæjarins og samþykktar nýs skipurits fyrir hann. Formaður lýsti aðkomu  bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að málum. Reglulegir bæjarmálafundir hafa verið haldnir á vegum stjórnar með bæjarfulltrúum og fulltrúum í fagnefndum. Tekin hefur verið upp teymisvinna fulltrúa í nefndum um tengd málefni þvert á nefndir. Sótt var um styrk til Samylkingarinnar- Máttarstoðasjóðs til eflingar félagsstarfs sem fékkst og er stefnt að opnum fundum í vor. Þorleifur Örn Gunnarsson fyrsti varabæjarfulltrúi lætur nú af störfum vegna brottflutnings og tekur Karen María Jónsdóttir við. Félagið þakkar Þorleifi frábær störf. Umræður urðu einkum um hina nýju stöðu í bæjarmálum Seltjarnarness og verkefnin framundan.

Kosning stjórnar. Samþykkt var eftirfarandi skipan nýrrar stjórnar.

Formaður: Sigurþóra Bergsdóttir. Varaformaður: Guðmundur Ari Sigurjónsson. Gjaldkeri: Magnús Dalberg, Meðstjórnendur: Karen María Jónsdóttir, Hildur Ólafsdóttir,Helga Charlotte Reynisdóttir. Varamaður: Sigurður Þór Jónsson. Skoðunarmenn reikninga: Stefán Bergmann og Árni Emil Bjarnason.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.20.00. Fundargestir voru 23.

Við tók opinn fundur um menntamál-  Menntun og tækifæri.