AðalfundurFréttirFundargerð

Aðalfundur Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi 2. mars 2017

Fundurinn fór fram í áhaldahúsi Seltjarnarness klukkan 20:00.

Margrét Lind var kosin fundarstjóri og Sigurþóra Bergsdóttir ritaði fundargerð.17098718_10211836392642433_2754266793927900767_n

 1. Kynning á skýrslu stjórnar. Guðmundur Ari fór yfir störf félagsins frá síðasta aðalfundi.
 2. Magnús Dalberg gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins og voru þeir samþykktir.
 3. Kosning til formanns og stjórnar. Guðmundur Ari var endurkjörin formaður félagsins.
 4. Samþykkt var að halda sömu stjórn og frá síðasta ári.
  • Stjórn skipar:
   • Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður,
   • Sigurþóra Bergsdóttir, varaformaður,
   • Magnús Dalberg, gjaldkeri,
   • Stefán Bergmann, meðstjórnandi,
   • Laufey Elísabet Gissurardóttir, meðstjórnandi,
   • Margrét Lind Ólafsdóttir, varamaður.
 5. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir Gunnlaugur Ástgeirsson og Árni Emil Bjarnason.
 6. Önnur mál.
  1. Logi Einarsson formaður og Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar komu á fundinn og spunnust góðar stjórnamálaumræður.